Halldór Kiljan Laxness , Bráðum kemur betri tíð.
Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga,
sæta langa sumardaga.

Salix arbuscula
Ættkvísl   Salix
     
Nafn   arbuscula
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Hrísvíðir
     
Ætt   Víðiætt (Salicaceae).
     
Samheiti   S. foetida.
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Gulgrænn.
     
Blómgunartími  
     
Hæð   Allt að 50 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Lítill, þéttur runni, allt að 50 sm hár, stundum hærri. Ársprotar lítillega dúnhærðir í fyrstu.
     
Lýsing   Lauf 0,5-4 sm, oddbaugótt-lensulaga, 7-12 pör af hliðaræðastrengjum, glansandi græn ofan, bláleit neðan, kirtiltennt. Axlablöð smá eða engin. Reklar 1-2 sm, koma um leið og laufin. Fræflar 2, frjóhnappar rauðir. Eggleg keilulaga, hært, leggstutt.&
     
Heimkynni   Skotland, Skandinavía, N Rússland.
     
Jarðvegur   Malarborinn fjallajarðvegur, blautur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z3
     
Heimildir   = 1, davesgarden.com/guides/pf/go/138906/#b, www.brc.ac.uk/Plantatlas/index.php?q=node/2980
     
Fjölgun   Sumar- og vetrargræðlingar. Fræi sáð strax og það er þroskað.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein gömul planta, sem þrífst vel, kelur litið eða ekkert.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is