Málsháttur
Eigi fellur tré við hið fyrsta högg.
Salix arbusculoides
Ættkvísl   Salix
     
Nafn   arbusculoides
     
Höfundur   Andersson
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Lækjavíðir
     
Ætt   Víðiætt (Salicaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni eða tré.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Vor.
     
Hæð   3-4 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Lauffellandi runni eða tré, allt að 3-4 m hátt. Ársprotar rauðleitir, glansandi, hárlausir.
     
Lýsing   Lauf oddbaugótt til oddbaugótt-lensulaga, hvassydd, oftast fíntennt og reglulega sagtennt, smá-silkihærð neðan, með stutt, hvít, aðlæg hár. Reklar dúnhærðir, koma um leið og laufin, með 2-3 lítil lauf á stuttum blómskipunarlegg. Fræhýði dúnhærð, stoðblöð svartleit, dúnhærð. Stílar um 0,8 mm langir, fræflar 2, frjóþræðir hárlausir.&
     
Heimkynni   Alaska.
     
Jarðvegur   Sírakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = 23,
     
Fjölgun   Sumar- og vetrargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í beð, í skjólbelti.
     
Reynsla   Í tengslum við Lystigarðinn eru til allmargar plöntur úr Alaskasöfnuninni 1985, (A-041-4, A-120(3), A-699 (2), A-215 (3), A-256 (2), A-718), gróðursettar 1990, hafa kalið lítið eitt, að minnsta kosti í byrjun.
     
Yrki og undirteg.   v. glabra Andersson er með lauf sem eru næstum hárlaus neðan og minna smásagtennt á laufjöðrunum, er líklega blendingur S. pulchra.
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is