Hulda - Úr ljóðinu Sorg
Þar sem blóm í laufalautum
ljúfu máli saman tala,
sem að ást og angur skilja, ?
blágresi og burknar grannir,
brönugrös og músareyra,
ljósberi og lækjarstjarna,
litlar fjólur, æruprísar,
gullmura og gleym-mér-eigi, ?
vildi ég mega minnast þín.
Salix fargesii
Ættkvísl   Salix
     
Nafn   fargesii
     
Höfundur   Burkhill
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Víðiætt (Salicaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Grænn.
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hæð   Allt að 3 m
     
Vaxtarhraði   Hægvaxta.
     
 
Vaxtarlag   Runni, allt að 3 m hár og álíka breiður. Ársprotar hárlausir, glansandi purpuralitir, brum stór, rauð.
     
Lýsing   Lauf 7-16 x 4-7 sm, oddbaugótt, hárlaus, gljáandi, dökkgræn ofan, silkihærð neðan, smásagtennt. Laufleggur 5-18 mm. Reklar á allt að 12 sm löngum, laufóttum stilk, eggleg hárlaust, leggstutt.&
     
Heimkynni   Kína.
     
Jarðvegur   Frjór, sendinn eða leirkenndur, meðalrakur til blautur.
     
Sjúkdómar   Ryðsveppur.
     
Harka   Z6
     
Heimildir   = 1, www.backyardgarsener.com/plantname/pda-9167.html, bluebellnursery.com/catalogue/trees/Salix/S/3136,
     
Fjölgun   Sumar- eða vetrargræðlingar. Fræi er sáð um leið og það þroskast.
     
Notkun/nytjar   Í blönduð runnabeð, í skjólbelti, í limgerði.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til einn gamall runni undir þessu nafni, kelur ekkert.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is