Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Salix x erdingeri
Ættkvísl   Salix
     
Nafn   x erdingeri
     
Höfundur   A. Kern.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Páskavíðir
     
Ætt   Víðiætt (Salicaceae).
     
Samheiti   S. carpea x S. daphnoides.
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Júní.
     
Hæð   4-6 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag  
     
Lýsing   Líkur selju (S. carpea) nema hvað laufið er öfugegglaga-aflöng og silkihærð þegar þau eru ung. Laufin stakstæð, smásagtennt og með legg. Reklar með bollalaga blóm.
     
Heimkynni   M Evrópa.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór,sendinn, leirborinn, rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   1, en.hortipedia.com/wiki/Salix-x-erdingeri, www.ars-grin.gov/cgi-pin/npgs/html/taxon.pl)32708
     
Fjölgun   Sumar- og vetrargræðlingar. Þolir allt að - 29°C.
     
Notkun/nytjar   Í blönduð trjá og runnabeð. Sumar heimildir gera ráð fyrir að þetta sé samnefni S. daphnoides Vill.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem kom sem græðlingur 1979, kelur yfirleitt ekkert.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is