Sigfús Dađason - Vćngjasláttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.Sorbus esserteauana
Ćttkvísl   Sorbus
     
Nafn   esserteauana
     
Höfundur   Koehne
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Skarlatsreynir
     
Ćtt   Rósaćtt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni eđa lítiđ tré.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Júní.
     
Hćđ   5-8(-12) m
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   Lítiđ, margstofna tré, allt ađ 12(-14) m hátt. Árssprotar kröftugir (5-6 mm), stinnir, gráir, dúnhćrđir í fyrstu. Brum eggvala-hnöttótt, rauđleit, allt ađ 12 mm, ţétt ţakin hvítu silkihári. Axlablöđin stór, allt ađ 12 x 22 mm, međ lauf, langć, einkum í blómskipuninni.
     
Lýsing   Laufin allt ađ 26 sm međ 5-6 smáblađapörum. Smáblöđin 75-90 x 20-35 mm, egg-lensulaga, tennt nćr ţví ađ grunni, odddregin, bogadregin viđ grunninn og samhverf, blađkan leđurkennd, gljáandi og međ grópađa ćđastrengi á efra borđi, hvít dúnhćrđ og nöbbótt á neđra borđi. Blómskipunin stór hálfsveipur. Blómin um 10 mm í ţvermál, blómin hvít. Aldin appelsínugul-rautt eđa gult, smá, allt ađ 6,75-9 mm í ţvermál en yfirleitt minni, alltaf breiđari en ţau eru löng, hörđ, ţroskast seint (oft í nóvemberlok erlendis). Bikarblöđ kjötkennd en ađeins viđ grunninn. Frćvur 4-5, hálf-undirsćtnar, lausar hvor frá annarri í toppinn og ţétt hvíthćrđar. Stílar 1,75 mm, ekki samvaxnir. Frć gul-grćn, allt ađ 3,5 x 2,5 mm, allt ađ 4 í hverju aldini. Ekki mjög breytileg tegund. 2n=34.
     
Heimkynni   Kína, (vestur Sichuan).
     
Jarđvegur   Léttur, frjór, framrćstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   15, www. efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=200011675
     
Fjölgun   Sáning, sumargrćđlingar.
     
Notkun/nytjar   Í skrautbeđ, hugsanlega í rađir. Vex til fjalla í klettum í 1700-300 m h.y.s.
     
Reynsla   Planta LA 921304 er í uppeldi 2 eintök (aucuparia section) í R02 A 2007. Kom sem nr. 345 frá Trondheim HBU Ringve 1991.
     
Yrki og undirteg.   S. esserteauana 'Fructo-lutea' međ gul ber.
     
Útbreiđsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is