Páll Ólafsson, Ljóðið Vetrarkveðja Margt er gott að muna þér
þó mér þú fyndist langur.
Farðu vel, þú færðir mér
fögnuð bæði og angur.
Þó að nísti frostið fast
og fölni grænir hagar
eftir þetta kuldakast
koma betri dagar.
|
Abies lasiocarpa v. arizonica
Ættkvísl |
|
Abies |
|
|
|
Nafn |
|
lasiocarpa |
|
|
|
Höfundur |
|
(Hook.) Nutt. |
|
|
|
Ssp./var |
|
v. arizonica |
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
(Merriam) A. Murr. |
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Fjallaþinur |
|
|
|
Ætt |
|
Þallarætt (Pinaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
A. arzonica Merriam |
|
|
|
Lífsform |
|
Sígrænt tré |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól, hálfskuggi, skjól |
|
|
|
Blómlitur |
|
|
|
|
|
Blómgunartími |
|
Maí-júní |
|
|
|
Hæð |
|
5-15 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
Hægvaxta |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Króna mjókeilulaga til súlulaga. |
|
|
|
Lýsing |
|
Meðalhátt eða lítið tré, sem er aðgreint frá aðalgerðinni á þykkum, korkkenndum, teygjanlegum berki. Ungar greinar eru hárlausar eða hærðar, gulbrúnar. Barr allt að 45 mm langt, meira kambskipt, oftar bogið á greinaendunum, blágrænna ofan, að neðan bláhvít með 2 hvítar loftaugarendur. Könglar eru um 5 sm langir og 2 sm breiðir. Köngulhreistur eru miklu breiðari en lengd þeirra, hreisturblaðka nær dálítið fram á miðju hreistri. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Arizona í fjöllum í 1200-2600 m hæð yfir sjó. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Frjór, vel framræstur, fremur súr. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
z5 |
|
|
|
Heimildir |
|
1, 7 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, forkæla fræin í 1-2 mán. Vetrargræðlingar. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Notuð í beð, sem stakstæð tré. |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum er til ein mjög falleg gömul planta, sem hefur ekkert kalið. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
Abies lasiocarpa ssp. arizonica 'Argentea' með silfurhvítar nálar. |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|