Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Echinops ritro
Ættkvísl   Echinops
     
Nafn   ritro
     
Höfundur   L. non hort.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Bláþyrnikollur
     
Ætt   Körfublómaætt (Asteraceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Stálblár.
     
Blómgunartími   September.
     
Hæð   50-70 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Bláþyrnikollur
Vaxtarlag   Fjölær jurt, 20-60 sm hár, stönglar oftast greinóttir, næstum hárlausir eða hvítlóhærðir oft með kirtilhár.
     
Lýsing   Lauf hárlaus, kirtilhærð, með fáein bein hár eða ögn skúmhærð ofan, hvítlóhærð neðan, oddbaugótt, 1-2 fjaðurflipótt, flipar meira en 4 mm við grunninn, bandlaga-þríhyrnd, jaðar niðursveigður, með þyrna allt að 15 mm. Körfur 3,5-4,5 sm í þvermál, blá, reifar 12-17 mm, ytri þornhár ögn styttri en ytri reifablöð, 1/3 til 1/2 af lengd reifanna. Reifablöð 20-22, langydd, randhærð, ytri reifablöð lensulaga, smáblómin blá, sjaldan hvít. Þornhár svifhárakransanna samvaxin við að minnsta kosti hálfan grunninn.
     
Heimkynni   M & A Evrópa til M Asíu.
     
Jarðvegur   Léttur, meðalfrjór, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3, H2
     
Heimildir   = 1,2
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í skrautblómabeð, í þyrpingar, í þurrblómaskreytingar.
     
Reynsla   Harðgerð og auðræktuð tegund sem hefur verið lengi í ræktun hérlendis.
     
Yrki og undirteg.   'Veitchs Blue' er sögð mjög góð sort en hefur ekki verið reynd hérlendis svo vitað sé. 'Taplow Blue'er í ræktun í Lystigarðinum og hefur staðið sig vel og blómgast í bestu árum. Echinops ritro ssp. ritro Lauf 1-2 x fjaðurskipt, flipar meira en 4 mm á breidd við grunninn og má finna víðast hvar á útbreiðslusvæði tegundarinnar. Echinops ritro ssp. ruthenicus (Bieb.) Nyman (Syn. E. ritro ssp. tenuifolius, E. ruthenicus Bieb., E. virgatus Lam.). Er með tví-fjaðurskipt lauf, flipar ekki meira en 2 mm á breidd og er að finna frá Ítalíu og Austurríki og eitthvað austur á bóginn.
     
Útbreiðsla  
     
Bláþyrnikollur
Bláþyrnikollur
Bláþyrnikollur
Bláþyrnikollur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is