Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.


Elmera racemosa
Ættkvísl   Elmera
     
Nafn   racemosa
     
Höfundur   (S. Wats.) Rydb.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Urðahúfa
     
Ætt   Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Gulhvítur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   15 - 25 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Urðahúfa
Vaxtarlag   Eina tegundin í ættkvíslinni. Dúnhærður, lágvaxinn fjölæringur með granna, lárétta jarðstöngla, allt að 25 sm hár.
     
Lýsing   Grunnlauf um það bil 2 x 3-5 sm, nýrlaga,flipar bogadregnir, tenntir, dálítið hærðir, laufleggir allt að 7 sm, kirtilhærðir með stór, himnukennd eyranblöð, 1-4 lauf, stakstæð á blómstilkunum, minni en grunnlaufin. Blómin tvíkynja, 10-30 í allt að 25 sm löngum klasa. Bikarblöð 5, þríhyrnd, bein, grængul, um það bil 4 mm. Krónublöð 5, lítil, upprétt, djúp 3-5 skipt, gulhvít, 4-6 mm, jafn löng og bikarblöðin. Fræflar 5, styttri en bikarblöðin. Stílar 2 stuttir, sverir. Eggleg með 1 hólf, með 2 stutta stíla. Frævur 2. Aldin hýði, fræmörg.
     
Heimkynni   NV N-Ameríka.
     
Jarðvegur   Frjór, meðalrakur, vel framræstur, ögn súr.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1,2
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Sem undirgróður, sem þekjujurt, í steinhæð, í beð.
     
Reynsla   Harðgerð planta sem hefur þrifist mjög vel norðanlands. Á það til að sá sér út, eða réttara sagt skríður dálítið, því er æskilegt að fjarlægja blómstöngla fljótlega eftir blómgun.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Urðahúfa
Urðahúfa
Urðahúfa
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is