Halldór Kiljan Laxness - Heimsljós

"Fegursta blómið, það lifir í huldum stað, fæstir fá nokkurntíma að sjá það, mörgum sést yfir það, nokkrir kunna ekki skil á gildi þess, þeir sem uppgötva það munu ekki sjá annað blóm síðan. Allan daginn hugsar maður um það. Þegar maður sefur dreymir mann það. Maður deyr með nafn þess á vörum."

Euonymus nanus v. turkestanicus
Ættkvísl   Euonymus
     
Nafn   nanus
     
Höfundur   Bieb.
     
Ssp./var   v. turkestanicus
     
Höfundur undirteg.   Dieck
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Dvergbeinviður
     
Ætt   Beinviðarætt (Celastraceae).
     
Samheiti   Euonymus nanus ‘Turkestanicus’, Euonymus × turcestanicus
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Ljósbrúnn.
     
Blómgunartími   Síðla vors - snemmsumars.
     
Hæð   90 sm
     
Vaxtarhraði   Meðalvaxtarhraði.
     
 
Vaxtarlag   Uppréttur runni sem verður um 0,9 m hár og álíka breiður, getur orðið 1-2 m hár samkvæmt sumum heimildum, margstofna, gisinn, útafliggjandi eða dálítið uppréttur runni.
     
Lýsing   Laufin gagnstæð, heil, mjó, hálf-sígræn og blágræn, bandlaga, heilrend með lauflegg, laufin rauðbronslit, rauðpurpura að haustinu. Skúfar með brúnum 4-deildum blómum. Rauð fræhýði að haustinu, aðalskrautið er fallega appelsínugul og rauð fræ síðla sumars og á haustin, runnanum er haldið í skefjum með því að snyrta runnann oft. Blómin eru ekkert skrautleg. Bleik fræhýði þroskast síðsumars og fram á haust. Runnann þarf stöku sinnum að endurnýja og hægt er að snyrta hann hvenær sem er.
     
Heimkynni   Altaífjöll.
     
Jarðvegur   Léttur, sendinn-leirkenndur, malarborinn, vel framræstur, meðalrakur til rakur jarðvegur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   2
     
Heimildir   = 1, http://search.shelmerdine.com, http://en.hortipedia.com
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Hentar í alla garða, í beð, í þyrpingar, sem stakstæður runni. Þolir ágætlega loftmengun borganna. Runninn er eitraður.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1991 og gróðursett í beð 2001, kelur lítið en vex hægt.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is