Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Festuca gautieri
Ættkvísl   Festuca
     
Nafn   gautieri
     
Höfundur   (Hackel) K. Richt.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Bjarnarvingull
     
Ætt   Grasaætt (Poaceae).
     
Samheiti   Festuca scoparia A.Kern. ex Nyman (invalid).
     
Lífsform   Gras, fjölært.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Gulgrænn - blágrænn.
     
Blómgunartími   Ágúst.
     
Hæð   20-40 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Stönglar/stráin allt að 50 sm x 1,5 mm.
     
Lýsing   Laufin hárlaus, stingandi, oft bogsveigð, allt að 0,5 mm í þvermál, 5-7 tauga, rif eitt aðeins við oddinn, slíðrið lokaðað mestu, slíðurhimnan bogadregin, allt að 1 mm, þétt og stutt randhærð. Blómskipunin þéttur puntur, allt að 7 sm, puntgreinar þéttdúnhærðar, smáöx fá, allt að 12 mm, gulgræn til strágul, efri axögn egg-lensulaga, allt að 6 mm, stutt-odddregin, neðri blómögn lensulaga, allt að 7,5 mm, langydd, broddydd eða ekki með týtu. Efri blómögn þéttrandhærð á kilinum, snörp við oddinn.
     
Heimkynni   SV Frakkland, NA Spánn.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, framræstur, sendinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í beð, í blómaengi.
     
Reynsla   Harðgert gras, sem þarf að skipta oft.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is