Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Geranium albiflorum
Ættkvísl   Geranium
     
Nafn   albiflorum
     
Höfundur   Ledeb.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Hvítgresi
     
Ætt   Blágresisætt (Geraniaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Hvítur/fjólubláar æðar.
     
Blómgunartími   Júní.
     
Hæð   20-60 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Hvítgresi
Vaxtarlag   Mjög greinótt, fjölær jurt, allt að 60 sm. Jarðstönglar þéttir, stönglar brún purpura.
     
Lýsing   Lauf 7-skipt, jaðrar purpura-brún, grunnlauf lík og á blágresi, en oddarnir geta verið bogadregnir og jaðrar með færri tennur, 5-20 sm breið, efri laufin með blaðlegg, skiptingin með meiri millibil. Blómskipunin gisin, blómin vita upp á við, breið-trektlaga. Bikarblöð mrð purpurabrúna slikju, allt að 4,5 mm, oddur allt að 1 mm. Krónublöð sýld, hvít eða mjög ljóspurpura, æðar fjólubláar, allt að 8 mm, fræni ljósbleikt. Ung aldin dálítið álút, trjóna 18 mm, frævur 4 mm, fræjum sleppt með því að þeim er kastað út.
     
Heimkynni   N & M Asía, N Rússland.
     
Jarðvegur   Frjór, meðalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting að vori eða hausti.
     
Notkun/nytjar   Sem undirgróður, í blómaengi, í skógarbotn.
     
Reynsla   Harðgerð, fremur stuttur blómgunartími.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Hvítgresi
Hvítgresi
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is