Jón Helgason - Úr ljóđinu Áfangar
Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
Geranium macrorrhizum
Ćttkvísl   Geranium
     
Nafn   macrorrhizum
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Stólpablágresi
     
Ćtt   Blágresisćtt (Geraniaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Bleikur, hvítur.
     
Blómgunartími   Ágúst.
     
Hćđ   40-60 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Stólpablágresi
Vaxtarlag   Hćrđ, fjölćr jurt, sem ilmar og er límkennd viđkomu, allt ađ 50 sm há. Jarđstönglar langir og sverir.
     
Lýsing   Grunnlauf allt ađ 20 sm breiđ, djúpskipt í 5 eđa 7 flipa, sem mjókka í báđa enda, fliparnir sepóttir og tenntir, stöngullauf minni, allt ađ 3 pör á hverjum stöngli. Blómskipunin ţétt, blómin lárétt, í pörum eđa sveipum. Bikarblöđ rauđ, útblásin, löng, mynda flatan bikar. Krónublöđin međ nögl viđ grunninn, baksveigđ, dökkrauđ eđa skćrpurpura. Frjóţrćđir allt ađ 25 mm, nokkrir saman viđ neđri hluta blómsins, endar uppsveigđir, purpurarauđir. Frjóhnappar appelsínugulir til rauđir. Stíll 22 mm, purpurarauđur, í hópum međ frćflunum, frćni gult, 1,5 mm. Ung aldin upprétt, trjóna 35 mm, frćvur 3 mm, međ lárétt rif. Frćjum slöngvađ burt.
     
Heimkynni   S Evrópa.
     
Jarđvegur   Léttur, frjór, framrćstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Sem undirgróđur, í steinhćđir, í beđ.
     
Reynsla   Međalharđgert. Ţrífst ágćtlega viđ bestu skilyrđi en blómstrar ekki árvisst.
     
Yrki og undirteg.   'Album' krónublöđ hvít. 'Bevan´s Variety' blómin sterk og djúp rauđrófupurpura, bikarblöđ djúprauđ. 'Ingwersen's Variety' laufin ljósgrćn og glansandi, blómin ljósbleik. 'Spessart' Blómin dökkbleik. 'Variegatum' laufin međ óreglulegar rómalitar flikrur, blómin purpura-bleik.
     
Útbreiđsla  
     
Stólpablágresi
Stólpablágresi
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is