Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Gentiana dschungarica
Ættkvísl   Gentiana
     
Nafn   dschungarica
     
Höfundur   Regel.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Síberíuvöndur*
     
Ætt   Maríuvandarætt (Gentianaceae).
     
Samheiti   Gentiana fischeri P.A.Smirnov.
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól - hálfskuggi.
     
Blómlitur   Dökkblár.
     
Blómgunartími   Síðsumars.
     
Hæð   30-40 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölmargir laufóttir stönglar að 30-40 sm. Nauðalík klukkuvendi (G. septemfida) en þéttvaxnari.
     
Lýsing   Blöðin í pörum, leggstutt eða legglaus, bogstrengjótt, miðtaugin mest áberandi, nokkuð stór, aflöng-egglaga að 12 x 5 sm, heilrend, ydd, þau efri minni eða um 5 sm að lengd. Blóm í þéttum, endastæðum klösum, bjöllulaga, dökkblá, grænblettótt á innra borði, aftursveigðir, yddir krónuflipar
     
Heimkynni   M Asía, Altaifjöll.
     
Jarðvegur   Frjór, framræstur, rakaheldinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = 2, Rock Garden Plant Database
     
Fjölgun   Sáning, skipting, græðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í fjölæringabeð, í steinhæðir.
     
Reynsla   Fremur sjaldséð tegund í ræktun. Í E4 frá 1996.
     
Yrki og undirteg.   f. nana er mjög sjaldgæft form, úr Altaifjöllum, þetta form verður aðeins um 15 sm á hæð. Þrífst best í meðalrökum, framræstum jarðvegi í sól.
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is