Halldór Laxness

"Blóm eru ódauðleg... þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur í vor, - einhversstaðar."

Campanula portenschlagiana
Ættkvísl   Campanula
     
Nafn   portenschlagiana
     
Höfundur   Schultes
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Urðaklukka
     
Ætt  
     
Samheiti   (C. muralis Portenschlag)
     
Lífsform  
     
Kjörlendi  
     
Blómlitur   Djúpfjólublár
     
Blómgunartími   Ágúst-sept.
     
Hæð   0,2-0,25 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fíndúnhærður, þýfður fjölæringur með skriðula neðanjarðarstöngla. Blómstönglar allt að 25 sm, útafliggjandi eða ± rótskeyttir til uppsveigðir, fjölmargir.
     
Lýsing   Stofnstæðu laufin dúnhærð til næstum hárlaus, mynda blaðhvirfingar. Þau eru hjartalaga til ± kringlótt, tennt og legglöng. Stöngullaufin eru leggstyttri og stilklaus efst. Blóm endastæð eða í blaðöxlunum, legglöng í greinóttum í strjálblóma skúf. Bikarflipar lensulaga. Enginn aukabikar. Krónan allt að 2 sm, trektlaga til bjöllulaga, klofin til hálfs. Flipar stuttir, útstæðir, djúpgráfjólubláir til fjólubláir. Stíllinn næstum ekki fram út blóminu. Hýði opnast með götum um miðjuna.
     
Heimkynni   Balkanskagi (Gamla-Júgóslavía)
     
Jarðvegur   Léttur, framræstur, frjór
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   1,2
     
Fjölgun   Skipting, sáning
     
Notkun/nytjar   Blönduð beð, steinhæðir
     
Reynsla   Reynsla lítil enn sem komið er en talin ágætis steinhæðarplanta.
     
Yrki og undirteg.   'Alba' er með hvít blóm. 'B. Provis' er með fjölmörg blóm, fölfjólublá. 'Major' er stórblóma yrki með purpurablá blóm. 'Resholt Variety' Blómin djúpfagurblá.
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is