Hulda - Úr ljóðinu Sorg
Þar sem blóm í laufalautum
ljúfu máli saman tala,
sem að ást og angur skilja, ?
blágresi og burknar grannir,
brönugrös og músareyra,
ljósberi og lækjarstjarna,
litlar fjólur, æruprísar,
gullmura og gleym-mér-eigi, ?
vildi ég mega minnast þín.
Ligustrum vulgare
Ættkvísl   Ligustrum
     
Nafn   vulgare
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Markarunni
     
Ætt   Smjörviðarætt (Oleaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sumargrænn runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Móhvítur.
     
Blómgunartími   Ágúst.
     
Hæð   - 5 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Sumargrænn, uppréttur runni, sem getur orðið allt að 5 m hár, þéttur í vextinum. Nývöxtur dúnhærður. Lauf aflöng-egglaga til lensulaga, hárlaus, dökkgræn.
     
Lýsing   Blómin móhvít, í þéttum, uppstæðum og endastæðum skúf, allt að 5 sm, illa lyktandi. Aldin smá, egglaga til hnöttótt, blásvört, gljáandi.
     
Heimkynni   N Evrópa.
     
Jarðvegur   Frjór, lífefnaríkur, rakaheldinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning að hausti.
     
Notkun/nytjar   Í trjá og runnabeð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til tveir runnar sem sáð var til 1981, kólu mikið framan af, minna í seinni tíð.
     
Yrki og undirteg.   'Aureum' lauf gullgul. 'Chlorocarpum' blómin grængul. Báðum þessum yrkjum hefur verið sáð í Lystigarðinum.
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is