Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Hosta undulata
Ættkvísl   Hosta
     
Nafn   undulata
     
Höfundur   (Otto & Dietr.) L.H. Bail.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Bylgjubrúska
     
Ætt   Liljuætt (Liliaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Hálfskuggi, skjól.
     
Blómlitur   Fölpurpura.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   50 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Mismunandi garðaklónar eru til sem einkennast af undnum laufblöðum. Kröftug planta sem myndar meðalstóran brúsk. Ungir sprotar rauðpurpura, glansandi. Lauf 11-15 x 4-6 sm, egglaga-aflöng til lensulaga-oddbaugótt, mjög mikið bylgjuð, langydd, oft undin um ca. 180 gráður, grunnur legghlaupinn, oft innundinn, laufin þunn en leðurkennd, miðjan er rjómalit, jaðar ólífugrænn, óregluleg, glansandi, 7-9 tauga á neðra borði, (laufin sem koma seinna eru ekki með eins fallega liti), Laufleggur 13 sm, með djúpa rennu og með væng, græn með hvítar rákir og purpuralita bletti við grunninn.
     
Lýsing   Blómstilkur allt að 30 sm langur, ögn gáraður, rjómalitur með purpuralita slikju og með grænar línur. Stoðblöð laufkennd, 7,5 sm, bátlaga, hvít-græn flikrótt, á efri hluta stilksins. Stoðblöð blómanna hvít með græna jaðra, visna að blómgun lokinni. Blóm fölpurpura, 30-40, í klösum. Frjóhnappar fjólubláir, ófrjóir.
     
Heimkynni   Garðauppruni (Japan).
     
Jarðvegur   Djúpur, rakaheldinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Skipting að vori, græðlingar.
     
Notkun/nytjar   Sem undirgróður, í fjölæringabeð, við tjarnir og læki.
     
Reynsla   Fallegust í hálfskugga, gerir ekki miklar kröfur.
     
Yrki og undirteg.   Ýmis yrki eru til svo sem 'Albomarginata' sem er með hvítrákótt lauf.
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is