Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr
Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns
Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar
Og rætur þeirra
verða alltaf mínar
|
Ættkvísl |
|
Hosta |
|
|
|
Nafn |
|
undulata |
|
|
|
Höfundur |
|
(Otto & Dietr.) L.H. Bail. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Bylgjubrúska |
|
|
|
Ætt |
|
Liljuætt (Liliaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Hálfskuggi, skjól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Fölpurpura. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí-ágúst. |
|
|
|
Hæð |
|
50 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Mismunandi garðaklónar eru til sem einkennast af undnum laufblöðum. Kröftug planta sem myndar meðalstóran brúsk. Ungir sprotar rauðpurpura, glansandi. Lauf 11-15 x 4-6 sm, egglaga-aflöng til lensulaga-oddbaugótt, mjög mikið bylgjuð, langydd, oft undin um ca. 180 gráður, grunnur legghlaupinn, oft innundinn, laufin þunn en leðurkennd, miðjan er rjómalit, jaðar ólífugrænn, óregluleg, glansandi, 7-9 tauga á neðra borði, (laufin sem koma seinna eru ekki með eins fallega liti), Laufleggur 13 sm, með djúpa rennu og með væng, græn með hvítar rákir og purpuralita bletti við grunninn. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blómstilkur allt að 30 sm langur, ögn gáraður, rjómalitur með purpuralita slikju og með grænar línur. Stoðblöð laufkennd, 7,5 sm, bátlaga, hvít-græn flikrótt, á efri hluta stilksins. Stoðblöð blómanna hvít með græna jaðra, visna að blómgun lokinni. Blóm fölpurpura, 30-40, í klösum. Frjóhnappar fjólubláir, ófrjóir.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
Garðauppruni (Japan). |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Djúpur, rakaheldinn. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
1 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Skipting að vori, græðlingar. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Sem undirgróður, í fjölæringabeð, við tjarnir og læki. |
|
|
|
Reynsla |
|
Fallegust í hálfskugga, gerir ekki miklar kröfur. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
Ýmis yrki eru til svo sem 'Albomarginata' sem er með hvítrákótt lauf. |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|