Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.


Alnus viridis ssp. sinuata
Ættkvísl   Alnus
     
Nafn   viridis
     
Höfundur   (Chaix) DC.
     
Ssp./var   ssp. sinuata
     
Höfundur undirteg.   (Regel) Á. Löve & D. Löve
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Sitkaölur (sitkaelri)
     
Ætt   Bjarkarætt (Betulaceae).
     
Samheiti   Alnus sinuata (Regel.) Rydb. , Alnus sitchensis Sarg.
     
Lífsform   Runni - lítið tré
     
Kjörlendi   Sól - hálfskuggi
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Maí-júní
     
Hæð   3-10 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Sitkaölur (sitkaelri)
Vaxtarlag   Runni eða lítið tré, allt að 10 m á hæð. Vex nokkuð hratt. Krónan mjó, greinar næstum láréttar, stuttar, greinar verða fljótt hárlausar, þéttsettnar kirtlum. Blómin eru einkynja, blóm af báðum kynjum eru á sömu plöntunni, vindfrævuð.
     
Lýsing   Lauf 6-9 sm, egglaga, bogadregin –fleyglaga í oddinn, jaðrar dálítið flipóttir, tvísagtennt, lauf í vexti eru límkennd, ljósgræn ofan, fölari og glansandi neðan, aðeins æðastrengirnir eru dúnhærðir og með dúska í æðastrengjakrikunum, æðastrengjapör 5-10, laufleggurinn streklegur, 1,5-2 sm, með miðrif. Karlreklar 10-12 sm, 2-4 saman, koma um leið og laufin eða eftir að laufin koma. Kvenreklar sporvala, 3-5 saman, í endastæðum klasa.
     
Heimkynni   Vesturströnd N Ameríku (Alaska - fjöll Kalif.)
     
Jarðvegur   Magur, rakur eða blautur, þungur jarðvegur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   2
     
Heimildir   1, http://www.pfaf.org, ÓN
     
Fjölgun   Sáning. Fræi er best að sá í sólreit strax og það er fullþroskað og aðeins þakið lítið. Fræ sem sáð er í potta eða bakka að vori ætti líka að spíra vel svo fremið að ekkert sé sett yfir það. Vetrargræðlingar eru teknir að haustinu þegar laufið er fallið og settar í sendinn rakan jarðveg. Sumargræðlingar. Sitkaelri getur bundið nítur.
     
Notkun/nytjar   Í skjólbelti, þyrpingar, stakstæð, blönduð beð, skógrækt. Vex í rökum skógum, lækjarbökkum, tjarnarbökkum og í opnum en rökum fjallahlíðum við skógarmörk. Grænelri er sambýlistegund sem lifir í sambýli við jarðvegsörverur sem mynda hnúða á rótunum þess og binda nítur úr andrúmsloftinu. Sumt af þessu nítri/köfnunarefni notar plantan sjálf, sumt er notað af plöntum sem lífa í nágrenni hennar. Vex í þungum, rökum jarðvegi, vex vel í þungum leirjarðvegi. Þolir mjög magran jarðveg, Er náskyld grænelri (A. viridis) og af sumum talin undirtegund af því. Vex hratt en er skammlíf, verður sjaldan meira en 50 ára. Grænelri er brautryðjandategund á vatnssósa eða sviðnu landi myndar oft þykkni á láglendum, blautum svæðum.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til tvær aðfengnar plöntur (A-328 og A-529)sem gróðursettar voru í beð 2001 og ein aðfengin 1988 og gróðursett í beð það sama ár, er mjög falleg og þrífst vel. Auk þess þrjár sem sáð var til 1983 og gróðursettar í beð 1988, 1990 og 1991, allar þrífast vel og eru mjög fallegar. Hefur reynst ákaflega harðgerður og mjög fallegur í Lystigarðinum og kelur lítið sem ekkert. Harðgerður og hefur komið vel út í tilraunum á Mógilsá. Er mjög vindþolinn og ætti að henta vel í skjólbelti - gerir ekki miklar kröfur til jarðvegs en þrífst best þar sem jarðraki er til staðar.
     
Yrki og undirteg.   Er afar breytileg tegund í sínum náttúrulegu heimkynnum! Stundum skipt í undirtegundir t.d. A. sinuata var. laciniata sem á að vera með gróftvísagtennt blöð samkvæmt Alaskaflórunni
     
Útbreiðsla  
     
Sitkaölur (sitkaelri)
Sitkaölur (sitkaelri)
Sitkaölur (sitkaelri)
Sitkaölur (sitkaelri)
Sitkaölur (sitkaelri)
Sitkaölur (sitkaelri)
Sitkaölur (sitkaelri)
Sitkaölur (sitkaelri)
Sitkaölur (sitkaelri)
Sitkaölur (sitkaelri)
Sitkaölur (sitkaelri)
Sitkaölur (sitkaelri)
Sitkaölur (sitkaelri)
Sitkaölur (sitkaelri)
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is