Sigfús Daðason - Vængjasláttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.



Ledum groenlandicum
Ættkvísl   Ledum
     
Nafn   groenlandicum
     
Höfundur   Oeder.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Heiðaflóki
     
Ætt   Lyngætt (Ericaceae).
     
Samheiti   L. palustre L. ssp. groenlandicum (Oed.) Hult.
     
Lífsform   Sígrænn runni.
     
Kjörlendi   Sólríkur vaxtarstaður til hálfskuggi.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Snemmsumars.
     
Hæð   0,5-2 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Heiðaflóki
Vaxtarlag   Uppréttir, sígrænn runni.
     
Lýsing   Uppréttur sígrænn runni, 50-200 sm hár. Ungar greinar með ryðbrúna ullhæringu. Lauf 20-60 × 3-15 mm, bandlaga-aflöng, jaðrar áberandi innundnir, laufin leðurkennd, snubbótt, dökkgræn og dálítið loðin á efra borði, með þétta ryðbrúna ullhæringu á neðra borði, laufleggir 1-5 mm. Blóm mörg í hálfsveipum sem eru nokkrir saman endastæðum klösum, allt að 5 sm í þvermál. Blómleggir 6-25 mm með stutt og stinn, hvít hár, kirtilhærðir, stoðblöð loðin. Bikar allt að 1 mm, tenntur, hvít-randhærður. Krónublöð hvít, 5-8 mm, aflöng, bogadregin í oddinn, grunnur mjór. Fræflar 5-10, frjóþræðir hárlausir, eða (sjaldnar) er grunnurinn dúnhærður. Stíll 4-6 mm. Aldin 4-7 mm, aflöng, dúnhærð.
     
Heimkynni   N Norður-Ameríka, Grænland.
     
Jarðvegur   Rakur, súr jarðvegur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   1, http://bolt.lakeheadu.ca
     
Fjölgun   Sáning, síðsumargræðlingar með undirhita, sveiggræðsla.
     
Notkun/nytjar   Í beð með súrum, rökum jarðvegi.
     
Reynsla   Plöntunum var sáð 1992, allar gróðursettar 2001. Vetrarskýling 2001-2007. Yfirleitt ekkert eða lítið kal gegnum árin, blómstrar af og til.
     
Yrki og undirteg.   2-3 yrki nefnd til sögu, t.d. 'Compactum'sem þrífst með ágætum í Lystigarðinum.
     
Útbreiðsla   AÐRAR UPPLÝSINGAE: Vex í mýrum, flóum og rökum skógum í súrum, mögrum jarðvegi.
     
Heiðaflóki
Heiðaflóki
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is