Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.
Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.
Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.
Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.
|
Ættkvísl |
|
Draba |
|
|
|
Nafn |
|
corymbosa |
|
|
|
Höfundur |
|
R.Br. ex DC. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Sveipvorblóm* |
|
|
|
Ætt |
|
Krossblómaætt (Brassicaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
Draba alpina Linnaeus v. bellii (Holm) O. E. Schulz; D. alpina var. corymbosa Durand; D. barbata Pohle; D. bellii Holm; D. kjellmanii Lid ex E. Ekman; D. macrocarpa Adams; D. vestita Davidson |
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Gulur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júní-ágúst. |
|
|
|
Hæð |
|
5-15 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Þýfður fjölæringur, stöngulstofn greinóttur (með langæ lauf eða laufarestir, greinarnar enda oft í ófrjórri blaðhvirfingu, með blómlegg. Stönglar ógreindir, (0,5-)2-8(-15) sm, dúnhærðir, hárin ógreind og með 2 geisla, 0,4-1 mm, hár með 3-5 geisla, 0,05-0,4 mm (stundum eru flest hárin ógreind). Grunnlauf í hvirfingu, með legg, grunnur leggjanna og jaðar laufanna randhærður (hárin oft gróf, ógreind, 0,4-1,3 mm). Laufblaðkan öfuglensulaga til öfugegglaga, 0,6-1,8 sm x 1,5-5 mm, heilrend, dúnhærð bæði ofan og neðan, dúnhár á neðra borði með legg, 2-6 geisla, 0,2-0,6 mm, hár á efra borði ógreind og með legg, 2-geisla, allt að 1,1 mm með 3-5 geisla, 0,2-0,4 mm. Engin stöngullauf. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blómklasar 2-9(-12)-blóma, ekki með stoðblöð, (hálfsveipur), lengist lítið eitt við aldinþroskann, aðalblómskipunarleggurinn ekki bugðóttur, dúnhærður eins og stöngullinn. Aldinleggir gleiðgreindir-uppsveigðir, beinir eða dálítið bognir upp á við, 4-11(-16) mm, dúnhærðir, allt að 1 mm, hár ógreind og 2-4-geisla. Bikarblöð grágræn, breiðegglaga, 2,2-3 mm, dúnhærð (hárin ógreind, allt að 1 mm, stundum með legg, minni, 2-4-geisla). Krónublöðin (breið-hálfupprétt), gul, öfugegglaga, 4-6 x 3-5 mm. Frjóhnappar egglaga, 0,3-0,4 mm. Skálpar aflangir eða egglaga, sléttir, útflattir, 6-12 x 3,5-5,5 mm, skálpalok dúnhærð eða smádúnhærð, hár ógreind, 0,1-0,4 mm (stundumm með stuttan legg, 2- eða 3-geisla). Eggbú 12-24 í hverju egglegi. Stíll 0,6-1 mm (fræni greinilega breiðara en stíllinn). Fræin brún, egglaga, 1-1,3 x 0,6-0,9 mm. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Grænland, Yukon, Alaska, Evrópa (Noregur, N Rússland) A Asía (Rússland-Síbería). |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Malarborinn, leirkenndur, rakur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=1&taxon-id=250094739, Flora of North America |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í steinhæðir. |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigaðinum eru til tvær plöntur, sem sáð var til 2009 og 2010 og gróðursettar í beð 2015. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|