Sigfús Daðason - Vængjasláttur Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.
Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!
Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.
Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.
Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.
|
Ættkvísl |
|
Sisyrinchium |
|
|
|
Nafn |
|
idahoensis |
|
|
|
Höfundur |
|
E.P.Bicknell |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Vængseymi |
|
|
|
Ætt |
|
Sverðliljuætt (Iridaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
S. macounii Bicknell, S. anceps, S. bellum, S. montanum, mistúlkun |
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Dökk purpurablár. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí. |
|
|
|
Hæð |
|
20-50 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Öll lauf eru grunnlauf, 7-30 x um 3 mm, bandlaga til mjólensulaga, ydd. Stöngull 20-50 sm, mjór, ógreindur, blágrænn með vængi oft snúin. Hulstur-stoðblaðparið mjög misstór, það ytra 3-6 sm, mjólensulaga, ydd, það innra oftast mikið minna. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blómleggir jafnlangir eða styttri en innri hulstur-stoðblaðið. Blóm 1-6 í knippi, dökk purpurablá, gul neðst. Blómhlífarblöð um 1,3 sm. |
|
|
|
Heimkynni |
|
V N-Ameríka, slæðingur í V Svíþjóð. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Meðalfrjór, meðalvökvun. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
= 2, |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, skipting. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í fjölæringabeð. |
|
|
|
Reynsla |
|
Ekki í Lystigarðinum 2015. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|