Jón Thoroddsen - Barmahlíð

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Ligularia stenocephala
Ættkvísl   Ligularia
     
Nafn   stenocephala
     
Höfundur   (Maxim.) Matsum. & Koidz.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Sólskjöldur
     
Ætt   Körfublómaætt (Asteraceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól, (hálfskuggi).
     
Blómlitur   Gulur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   120-150 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Sólskjöldur
Vaxtarlag   Fjölær jurt, allt að 150 sm há. Stönglar dökkpurpura.
     
Lýsing   Grunnlauf allt að 35 x 30 sm, útstæð eða uppsveigð, spjótlaga-hjartalaga til þríhyrnd, langydd, grunnflipar hvassyddir, tenntir, þunn-leðurkenndir, með stutt bein hár á æðastrengjum á neðra borði. Körfur geislalaga eða skífulaga, allt að 3 sm í þvermál, margar á löngum, grönnum klösum. Reifar mjó-sívalar, allt að 12 x 3 mm, með band-lensulaga stoðblöð. Reifablöð 5, geislablóm 1-3, allt að 25 x 4 mm eða engin, hvirfinarblóm 6-12. Aldin allt að 7 mm, öfuglensulaga, dálítið hliðflöt. Svifhárakrans hvítur eða fölbrún.
     
Heimkynni   Japan, N Kína, Taiwan.
     
Jarðvegur   Djúpur, frjór, rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, í beð með fjölærum jurtum, við tjarnir og læki, sem undirgróður.
     
Reynsla   Harðgerð planta sem þrífst vel í Grasagarði Reykjavíkur, myndirnar eru teknar þar.
     
Yrki og undirteg.   Einnig eru til blendingar með turnfífli (L. przewalskii) í Grasagarði Reykjavíkur.
     
Útbreiðsla  
     
Sólskjöldur
Sólskjöldur
Sólskjöldur
Sólskjöldur
Sólskjöldur
Sólskjöldur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is