Halldór Laxness

"Blóm eru ódauðleg... þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur í vor, - einhversstaðar."

Ligusticum mutellinoides
Ættkvísl   Ligusticum
     
Nafn   mutellinoides
     
Höfundur   (Crantz) Vill.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Dvergahvönn
     
Ætt   Sveipjurtaætt (Apiaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur til bleikur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   5-30 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Stöngull ógreindur, næstum lauflaus, allt að 30 sm, næstum trefjalaus neðst eða alveg trefjalaus. Lauf allt að 10 sm , 2-3 fjaðurskipt, flipar bandlensulaga, 2-5 mm.
     
Lýsing   Sveipir með 8-20 geisla, reifablöð 5-20, oft í 3 hlutum. Smáreifablöö svipuð. Blómin hvít til bleik. Aldin oddvala, 3-5 mm, klofaldin með slétta hryggi.
     
Heimkynni   Fjöll í M Evrópu.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, framræstur.
     
Sjúkdómar   Engir.
     
Harka   3
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting að vori eða hausti, sáning að hausti.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í kanta, í skrautblómabeð.
     
Reynsla   Óx í nokkur ár í Lystigarðinum en ekki lengur 2015, hefur verið sáð 2014.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is