Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Phyteuma ovatum
Ættkvísl   Phyteuma
     
Nafn   ovatum
     
Höfundur   Honck.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Baugastrokkur
     
Ætt   Bláklukkuætt (Campanulaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól - hálfskuggi.
     
Blómlitur   Dökkfjólublár.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   - 60 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölær jurt með upprétta stöngla, allt að 60 sm há. Grunnlauf egglaga til djúp hjartalaga, langydd, tennt með langan legg, stöngullauf mjórri.
     
Lýsing   Blómskipunin þétt, öfugegglaga, stoðblöð egglaga, útstæð til snögglega niðursveigð. Krónan dökkfjólublá.
     
Heimkynni   Alpafjöll.
     
Jarðvegur   Sendinn, framræstur, meðalfrjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting að vori eða að blómgun lokinni eða með sáningu að hausti.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í blómaengi með snöggu grasi, í beðkanta.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2009 og gróðursett í beð 2015.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is