Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Aconitum paniculigerum v. wulingense
Ættkvísl   Aconitum
     
Nafn   paniculigerum
     
Höfundur   Nakai
     
Ssp./var   v. wulingense
     
Höfundur undirteg.   (Nakai) U.V.Wang.
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Hálfskuggi.
     
Blómlitur   Purpurablár.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   70-100 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Stöngulstofn öfugkeilulaga, 2-3 sm. Stönglar 70-100 sm, greinóttur efst, hárlaus. Grunnlauf hafa visnað þegar að blómgun kemur, miðlaufin eru með langan lauflegg, laufleggurinn um 6 sm, hárlaus. Laufblaðkan hjartalaga-fimmhyrnd, 10-15 x 13-16 sm, hárlaus á neðra borði, með ögn af aðlægum dúnhárum á því efra, 3-skipt, miðflipinn tígullaga, langydd, næstum fjaðraður, hliðarflipar skakk-blævængslaga, 2-skipt, hlutarnir misstórir.
     
Lýsing   Blómskipunin keilulaga, með mörg blóm, aðalleggur í laufum og blómleggirnir með útstæða dúnhæringu, neðstu stoðblöðin 3-skipt, önnur eru bandlaga. Blómleggir 3-5,5 sm, með 2 smástoðblöð um miðju, þessi stoðblöð eru mjó-bandlaga, um 5 mm. Bikarblöð purpurablá, ögn dúnhæður neðan, neðri bikarblöð aflöng, hliða-bikarblöð breið öfugegglaga, efsta bikarblaðið há-hjálmlaga, 1,6-1,8 sm há, neðri jaðarinn uppréttur eða íhvolfur. Krónublöð hárlaus, vör um 4 mm, 2-flipa í toppinn. Sporinn boginn, ögn hringvafinn efst, um 2,5 mm. Fræflar hárlausir, frjóþræðir heilrendir. Frævur (3-)5, hárlausa. Fræhýði um 1,1 sm. Fræin um 2 mm.
     
Heimkynni   Kína (NA Hebei, A Jilin, SA Liaoning), Kórea.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, meðalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=2&taxon-id=200007287, Flora of China.
     
Fjölgun   Sáning, skipting.
     
Notkun/nytjar   Í fjölæringabeð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2010 og gróðursett er í sólreit 2015.
     
Yrki og undirteg.   v. paniculigerum - Aðalleggur í laufum og laufleggir með útstæð dúnhár. v. wulingense - Aðalleggur í laufum hárlaus, laufleggir með ögn af útstæðum dúnhárum efst.
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is