Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Aconitum variegatum
Ćttkvísl   Aconitum
     
Nafn   variegatum
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Snođhjálmur
     
Ćtt   Sóleyjarćtt (Ranunculaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Hálfskuggi - dálítill skuggi.
     
Blómlitur   Blár, bláfjólublár og hvítur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hćđ   100 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   Rćtur međ hnúđum. Stönglar upréttir, oft greinóttir, međ lauf. Laufin meira eđa minna kringótt, handskipt eđa skipt í 5-7 hluta, smálaufin tennt eđa flipótt.
     
Lýsing   Blómin opinn skúfur, blómleggir útstćđir, hárlausir eđa meira eđa minn alngullhćrđir, blómin blá eđa bláfjólublá og hvít, hjálmurinn klukkulaga, yfirleitt hćrri en hann er breiđur, oft međ mjúk, löng hárutsan, sporar gormlaga. Frćhýđi oftast 3-5, frćin međ vćngi, međ fjölda fellinga, svört.
     
Heimkynni   M & S Evrópa, Tyrkland.
     
Jarđvegur   Lífrćnn, rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning, skipting.
     
Notkun/nytjar   Í fjölćringabeđ, í rađir, í ţyrpingar.
     
Reynsla   Í Lystigarđinum eru til tvćr plöntur undir ţessu nafni, sem sáđ var til 1988 og 2002 og gróđursettar í beđ 1993 og 2006, báđar ţrífast vel.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is