Hulda - Úr ljóðinu Sorg Þar sem blóm í laufalautum
ljúfu máli saman tala,
sem að ást og angur skilja, ?
blágresi og burknar grannir,
brönugrös og músareyra,
ljósberi og lækjarstjarna,
litlar fjólur, æruprísar,
gullmura og gleym-mér-eigi, ?
vildi ég mega minnast þín.
|
Ættkvísl |
|
Lilium |
|
|
|
Nafn |
|
cernuum |
|
|
|
Höfundur |
|
Komar. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Lotlilja |
|
|
|
Ætt |
|
Liljuætt (Liliaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölæringur og laukplanta. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sólríkur vaxtarstaður. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Lillalitur, purpura, bleikur eða stöku sinnum hvítur, doppur purpuralitar. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí-ágúst. |
|
|
|
Hæð |
|
60-(90) sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Uppréttir, laufóttir stönglar. |
|
|
|
Lýsing |
|
Falleg lilja. Stönglar eru með stöngulrætur, allt að 60(-90) sm háir, grænir, stundum með brúnar doppur, gáróttir. Laukar, 3×3 sm, hreistur skörðuð, lensulaga til egglaga, þykk, hvít, slétt. Lauf mjó, minna á gras, 8-15×0,1-0,5 sm, stakstæð, flest á 1/3 hluta (miðhluta) stöngulsins, 1-3 tauga, legglaus. Blóm 1-14, 3,5 sm breið, ilma, í drúpandi klasa, blómleggir útstæðir, 6-10 sm, blómhlífarblöðin mjög mikið aftursveigð, standa stutt, lillalit, purpura, bleik eða stöku sinnum hvít með purpura doppum. Frjó lillalit, aldin 2 sm, fræ 6-7×4,5 m.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
Kórea, NA Mansjúría, Ussuri. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Frjór og vel framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
3 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1,
Jelitto, L and Wilhelm Schacht 1990 Hardy Herbaceous Perennials. I &II. – third ed. London.
http://www.davesgarden.com
|
|
|
|
Fjölgun |
|
Þessari lilju er alltaf fjölgað með fræjum. Hún er notuð í kynbótum á bleikum, pastellitum og hvítum liljum. Kemur fljótt upp af fræi, oft skammlíf. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Beð í góðu skjóli.
Hentug til að rækta innanhúss. |
|
|
|
Reynsla |
|
Þrífst vel í Grasagarði Reykjavíkur, var sáð í Lystigarðinum 2011 og gróðursett í beð 2015. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|