Sigfús Daðason - Vængjasláttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.



Lilium concolor
Ættkvísl   Lilium
     
Nafn   concolor
     
Höfundur   Salisb.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Sigurlilja, Morgunlilja
     
Ætt   Liljuætt (Liliaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölæringur og laukplanta.
     
Kjörlendi   Bjartur vaxtarstaður.
     
Blómlitur   Sítrónugulur, rauð-appelsínurauður eða skarlatsrauður.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   30-90 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Sigurlilja, Morgunlilja
Vaxtarlag   Uppréttir, laufóttir stönglar.
     
Lýsing   Lítil lilja með upprétta, 30-90 sm háa stöngla sem eru grænir með mismikla purpuraslikju, ögn dúnhærðir, stönglar eru með stöngulrætur. Laukar sammiðja, 2×2 sm, hreistur egg-lensulaga, hvít, skarast þétt. Lauf stakstæð (í rauninni skrúfustæð) 7-9 sm × 5-15 mm, bandlaga með 3, 5 eða 7 tauga, randhærð neðantil og hærð á æðastrengjunum á neðra borði laufanna. Blóm í mörgum litbrigðum sítrónugulu, rauð-appelsínurauð eða skarlatsrauð, 1-10 talsins, upprétt, stjörnulaga, 8,5 sm breið, blómleggir uppréttir 5 sm, 2 laufkennd stoðblöð við grunninn. Blómhlífarblöðin eru 3-4 sm × 7-10 mm, glæsileg, appelsínurauð, blettalaus, öfuglensulaga, örlítið aftursveigð í endann Frjóhnappar 7-9 mm appelsínurauðir, frjó rautt. Aldin 2 sm.
     
Heimkynni   M Kína
     
Jarðvegur   Frjór jarðvegur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   = 1, Jelitto, L and Wilhelm Schacht 1990 Hardy Herbaceous Perennials. I &II. – third ed. London. Walters, S.M. & al. The European Garden Flora, I, Cambridge Univ. Press 1986.
     
Fjölgun   Ræktuð upp af fræi.
     
Notkun/nytjar  
     
Reynsla   Oft fremur skammlíf. Lilium concolor var sáð í Lystigarðinum 1999, dó 2009. Lilium concolor v. pulchellum var sáð í Lystigarðinum 1993 og flutt út í beð 1995, sein til.
     
Yrki og undirteg.   Lilium concolor Salisb. v. pulchellum (Fischer) Regel Stönglar grænir, ekki dúnhærðir, Blóm doppótt, knúbbar ullhærðir. NA Asía L. concolor var. pulchellum (L. buschianum) hefur reynst vel í Grasagarði Reykjavíkur.
     
Útbreiðsla   AÐRAR UPPLÝSINGAR: Blómin eru smá og stjörnulaga, notuð í blómvendi. Vex á kalksteini, í leirkenndum lífefnaríkum jarðvegi innan um gras og runnagróður.
     
Sigurlilja, Morgunlilja
Sigurlilja, Morgunlilja
Sigurlilja, Morgunlilja
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is