Hulda - Úr ljóðinu Sorg Þar sem blóm í laufalautum
ljúfu máli saman tala,
sem að ást og angur skilja, ?
blágresi og burknar grannir,
brönugrös og músareyra,
ljósberi og lækjarstjarna,
litlar fjólur, æruprísar,
gullmura og gleym-mér-eigi, ?
vildi ég mega minnast þín.
|
Ættkvísl |
|
Lilium |
|
|
|
Nafn |
|
davidii |
|
|
|
Höfundur |
|
Elwes. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Davíðslilja |
|
|
|
Ætt |
|
Liljuætt (Liliaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölæringur og laukplanta. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sólríkur vaxtarstaður eða í hálfskugga. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Rauður, rauðgulur, doppur þéttar. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Ágúst-september. |
|
|
|
Hæð |
|
100-140 eða allt að 180 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Uppréttir, laufóttir stönglar. |
|
|
|
Lýsing |
|
Þetta er fjölær villililja og laukplanta. Stönglarnir eru með stöngulrætur og eru 100-140 eða allt að 180 sm háir, stinnir, grænir, brúndoppóttir, (hjárætur birtast ofan við laukinn) dúnhærðir einkum neðantil og oftast með hæringu sem minnir á köngulóarvef í blaðöxlunum. Laukar eru sammiðja, stundum skriðulir, stundum ekki, 4×4 sm, hreistur hvít, bleik ef birtan skín á þau, egglaga eða egg-lensulaga.Laufin eru þéttstæð og stakstæð, (í rauninni skrúfustæð) 6-10 sm × 2-4 mm, bandlaga/mjólensulaga, útstæð, vita á ská upp á við eða eru lárétt. Þau eru dökkgræn, eintauga, 6-10×0,2-0,4 sm, fjölmörg, bandlaga, ydd, smátennt með hvít hár við grunninn. Miðstrengurinn ögn snarpur á neðra borði laufanna, jaðrar oftast innundnir og ögn snarpir. Blóm eru oftast 6-20, en geta verið allt að 40, túrbanlaga, ilmlaus, drúpandi, í klösum, knúbbar hærðir. Blómleggir allt að 15 sm, láréttir, stinnir. Blómhlífarblöðin eru 5-8 sm × 8-25 mm, rauð, rauðgul með þéttum doppum og með djúppurpura upphleyptar doppur nema við oddinn, vörtótt neðantil, mjög mikið aftursveigð. Hunangsgrópir bryddaðar hvítum hárum. Fræflar 9-12 mm, purpura-appelsínugulir með appelsínulitt eða skarlatsrautt frjó. Aldin 3,5×2 sm. |
|
|
|
Heimkynni |
|
V Kína. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Þarf mikið vatn um vaxtartímann. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
5 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1,
http://www.wikipedia.org.
Jelitto, L and Wilhelm Schacht 1990 Hardy Herbaceous Perennials. I &II. – third ed. London.
Walters, S.M. & al. The European Garden Flora, I, Cambridge Univ. Press 1986.
|
|
|
|
Fjölgun |
|
Auðræktuð upp af fræi. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Lifir lengi í steinhæð eða í beði.
|
|
|
|
Reynsla |
|
Var sáð í Lystigarðinum 2003 og flutt út í beð 2005, bar blóm og knúppa í ágúst-september 2010, þrífst vel. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
Hefur verið notuð nokkuð í kynblöndun og er foreldri af Preston og Fiesta blendingum í Kanada (Origon Bulb Farm). |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
AÐRAR UPPLÝSINGAR.
Laukarnir eru ætir og stundum með renglur. Þeir eru ræktaðir til matar í heimahéruðum sínum. Davíðsliljan vex villt í Sichuan og Yunnan í 1500-3000 m hæð. Nafnið L. davidii er nafn Armand David. |
|
|
|
|
|