Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Amelanchier alnifolia
Ættkvísl   Amelanchier
     
Nafn   alnifolia
     
Höfundur   (Nutt.) Nutt.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Hlíðaramall
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae)
     
Samheiti   Aronia alnifolia Nuttall, Amelanchier canadensis v. alnifolia Torrey & Gray, : canadensis v. florida Schneider, A. oreophila A. Nelson pro parte
     
Lífsform   Runni
     
Kjörlendi   Sól
     
Blómlitur   Hvítur
     
Blómgunartími   Maí-júní
     
Hæð   2-4 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Hlíðaramall
Vaxtarlag   Runni eða lítið tré 2-4 m á hæð, stíf-upprétt, margstofna, oftast með stutta, skriðular hliðarrenglur. Greinar hvít-lóhærðar í fyrstu, hárlausar og rauðleitar áður en langt um líður.
     
Lýsing   Lauf 2-5,5 sm, þykk, breiðegglaga eða næstum kringlótt, oddur venjulega þverstýfður (sjaldan yddur), grunnur bogadreginn eða næstum hjartalaga. Laufin gróftennt ofan við miðju, æðastrengjapör 7-12. Blómklasar allt að 4 sm, uppréttir, með 5-15 blóm. Krónublöð 0,8-1,6 sm, öfuglensulaga, mjókka að grunni, rjómahvít. Aldin um 1 sm breið, dökkblá, safarík og æt.
     
Heimkynni   Vestur og mið N-Ameríka.
     
Jarðvegur   Fremur þurr, gjarnan kalkríkur, bindur jarðveg.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   2
     
Heimildir   1, 10
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í beð, í þyrpingar.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru 4 plöntur undir þessu nafni sem sáð var til 1981 og gróðursettar í beð 1985, hafa kalið lítið sem ekkert gegnum árin. Harðgerður í LA, kelur lítið sem ekkert (Spont.: Kanada, BC, Peace River District), - A. alnifolia vísar til Þess að blöðin líkjast elriblöðum, fer snemma af stað á vorin en lýkur vexti snemma hausts. Æt ber. Töluverður breytileiki er gjarnan í tegundum af þessari ættkvísl þar sem þær víxlast gjarnan í náttúrunni og jafnvel færustu grasafræðingar eiga erfitt með að greina þær.
     
Yrki og undirteg.   Amelanchier alnifolia v. semiintegrifolia - sjá næstu síðu
     
Útbreiðsla  
     
Hlíðaramall
Hlíðaramall
Hlíðaramall
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is