Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr
Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns
Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar
Og rætur þeirra
verða alltaf mínar
|
Ættkvísl |
|
Amelanchier |
|
|
|
Nafn |
|
canadensis |
|
|
|
Höfundur |
|
(L.) Medik. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Hunangsamall* (Kanadaviður) |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae) |
|
|
|
Samheiti |
|
A. botryapium (L. fil) Borkhausen, A. intermedia Spach, A. oblongifolia (Torey & Gray) M.J.Roemer |
|
|
|
Lífsform |
|
Runni |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Maí-júní |
|
|
|
Hæð |
|
2-4 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Uppréttur, skriðull runni, 2-4 m (-8 m í heimk. sínum) á hæð, með granna, þéttstæða sprota og skriðular neðanjarðarrenglur, greinar gráar og hárlausar. |
|
|
|
Lýsing |
|
Runni allt að 8 m hár í heimkynnum sínum. Lauf allt að 5×2,5 sm, oddbaugótt, ydd eða bogadregin í oddinn, grunnur oftast bogadreginn með fíngerðar, grunnar, hvassar tennur, hárlaus nema á miðstrengnum og laufleggnum, æðastrengjapör 9-13. Blómklasar allt að 6 sm, uppréttir, í fyrstu með hvítt hár, Krónublöð 9×3 mm, egglaga til öfuglensulaga, snubbótt, hvít. Aldin um 1 sm í þvermál, hnöttótt, purpurasvört. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Austur N-Ameríka. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Meðalþurr, frjór. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
Z3 |
|
|
|
Heimildir |
|
1, 2, 10 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning strax eftir þroskun, sumargræðlingar, sveiggræðsla. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í limgerði, stakstæðir runnar, í þyrpingar, í raðir. |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum eru til þrjár plöntur undir þessu nafni sem sáð var til 1991 og gróðursettar í beð 2000, 2001 og 2009. Allar hafa kalið dálítið gegnum árin.
|
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|