Hulda - Úr ljóðinu Sorg
Þar sem blóm í laufalautum
ljúfu máli saman tala,
sem að ást og angur skilja, ?
blágresi og burknar grannir,
brönugrös og músareyra,
ljósberi og lækjarstjarna,
litlar fjólur, æruprísar,
gullmura og gleym-mér-eigi, ?
vildi ég mega minnast þín.
Amelanchier sanguinea
Ættkvísl   Amelanchier
     
Nafn   sanguinea
     
Höfundur   (Pursh) DC.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Blóðamall
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae)
     
Samheiti   A. amabilis Wiegand, A. rotundifolia Roemer
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur eða ljósbleikur.
     
Blómgunartími   Júní.
     
Hæð   1,5-3m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Blóðamall
Vaxtarlag   Gisgreinóttur, breiðvaxinn, 1-3 m hár runni, greinar rauðleitar eða gráar.
     
Lýsing   Lauffellandi, útafliggjandi eða bogsveigður, grannur runni, allt að 3 m hár. Ungar greinar rauðar eða gráar. Lauf 2,5-7 sm breið, egglaga eða næstum kringlótt, ydd eða snubbótt. Grunnur bogadreginn til ögn fleyglaga. Laufið er með þétt, gulhvítt hár á neðra borði, verða hárlaus, gróftennt næstum að grunni, æðastrengjapör 11-13. Blómklasar allt að 8 sm, uppréttir eða hangandi, með 4-10 blóm. Krónublöð 1-1,5 sm, hvít eða ljósbleik. Aldin 6-9 mm breið, hnöttótt, purpurasvört, sæt.
     
Heimkynni   Austur N-Ameríka, S Kanada.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, meðalrakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z4
     
Heimildir   1, 2,10
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í blönduð beð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni sem sáð var til 1989 og gróðursettar í beð 1994. báðar kala lítið og blómstra. Hefur reynst vel í Lystigarðinum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Blóðamall
Blóðamall
Blóðamall
Blóðamall
Blóðamall
Blóðamall
Blóðamall
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is