Málsháttur Oft vex laukur af litlu.
|
Ættkvísl |
|
Abies |
|
|
|
Nafn |
|
veitchii |
|
|
|
Höfundur |
|
Lindl. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Hringþinur |
|
|
|
Ætt |
|
Þallarætt (Pinaceae) |
|
|
|
Samheiti |
|
A. sikokiana Nakai, A. veitchii v. reflexa Koidez. |
|
|
|
Lífsform |
|
Sígrænt tré |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól, hálfskuggi, skjól |
|
|
|
Blómlitur |
|
|
|
|
|
Blómgunartími |
|
|
|
|
|
Hæð |
|
6-10 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Tré, 15-25 m hátt í heimkynnum sínum. Greinar stuttar, láréttar og útbreiddar, og með hringlaga fellingu við grunninn á greinunum (dæmigert!). Krónan mjó-keilulega, greinótt alveg niður að jörð. Börkur er grár og sléttur, hvítgrár efst á trénu. |
|
|
|
Lýsing |
|
Ársprotar yfirleitt rauðbrúnir, ± þétt og stutthærðir. Brumin eru smá, nokkurn veginn kúlulaga, rauðleit með gagnsæja/glitrandi kvoðu. Barrnálar þéttar, ofan á greininni vita þær fram á við og oftast upp á við, en skiptast neðan á þeim. Þær eru bandlaga, 10-25 mm langar, þverstýfðar í oddinn og sýldar; að ofan eru þær gljáandi djúpgrænar og með gróp, að neðan með 2 krítarhvítar loftaugarendur. Könglar eru sívalir, 6-7 sm langir, 3 sm breiðir. Ungir könglar eru blápurpuralitir, stundum grænleitir. Köngulhreistur eru mjög þéttstæð aðeins 15 mm breið, blá-purpuralitir eða grænir á unga aldri, síðar brúnir. hreisturblöðkur ná dálítið út úr könglum og sveigjast aftur. Fræ 7 mm löng gul. Vængur svartleitur. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Til fjalla í M & S Japan |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Rakur, súr, framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
3 |
|
|
|
Heimildir |
|
1 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, forkæla fræið í um 1 mánuð, vetrargræðlingar, síðsumargræðlinga (IBA). |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í beð, jólatré, þyrpingar. |
|
|
|
Reynsla |
|
Ekki til sem stendur Lystigarðinum, en það hefur verið sáð til þessarar tegundar. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
Abies veitchii var. sikokiana (Nak.) Kusaka er með styttri nálum (1.5-2.5 sm) og minna hærðum. Heimkynni Shikoku fjöll í Japan - z3 - hefur ekki verið reyndur hérlendis. |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|