Málsháttur
Oft vex laukur af litlu.
Abies veitchii
Ættkvísl   Abies
     
Nafn   veitchii
     
Höfundur   Lindl.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Hringþinur
     
Ætt   Þallarætt (Pinaceae)
     
Samheiti   A. sikokiana Nakai, A. veitchii v. reflexa Koidez.
     
Lífsform   Sígrænt tré
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi, skjól
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími  
     
Hæð   6-10 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Tré, 15-25 m hátt í heimkynnum sínum. Greinar stuttar, láréttar og útbreiddar, og með hringlaga fellingu við grunninn á greinunum (dæmigert!). Krónan mjó-keilulega, greinótt alveg niður að jörð. Börkur er grár og sléttur, hvítgrár efst á trénu.
     
Lýsing   Ársprotar yfirleitt rauðbrúnir, ± þétt og stutthærðir. Brumin eru smá, nokkurn veginn kúlulaga, rauðleit með gagnsæja/glitrandi kvoðu. Barrnálar þéttar, ofan á greininni vita þær fram á við og oftast upp á við, en skiptast neðan á þeim. Þær eru bandlaga, 10-25 mm langar, þverstýfðar í oddinn og sýldar; að ofan eru þær gljáandi djúpgrænar og með gróp, að neðan með 2 krítarhvítar loftaugarendur. Könglar eru sívalir, 6-7 sm langir, 3 sm breiðir. Ungir könglar eru blápurpuralitir, stundum grænleitir. Köngulhreistur eru mjög þéttstæð aðeins 15 mm breið, blá-purpuralitir eða grænir á unga aldri, síðar brúnir. hreisturblöðkur ná dálítið út úr könglum og sveigjast aftur. Fræ 7 mm löng gul. Vængur svartleitur.
     
Heimkynni   Til fjalla í M & S Japan
     
Jarðvegur   Rakur, súr, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Sáning, forkæla fræið í um 1 mánuð, vetrargræðlingar, síðsumargræðlinga (IBA).
     
Notkun/nytjar   Í beð, jólatré, þyrpingar.
     
Reynsla   Ekki til sem stendur Lystigarðinum, en það hefur verið sáð til þessarar tegundar.
     
Yrki og undirteg.   Abies veitchii var. sikokiana (Nak.) Kusaka er með styttri nálum (1.5-2.5 sm) og minna hærðum. Heimkynni Shikoku fjöll í Japan - z3 - hefur ekki verið reyndur hérlendis.
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is