Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Andromeda polyfolia
Ćttkvísl   Andromeda
     
Nafn   polyfolia
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Ljósalyng
     
Ćtt   Lyngćtt (Ericaceae)
     
Samheiti   A. polifolia L.
     
Lífsform   Sígrćnn runni.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Hvítur-fölbleikur.
     
Blómgunartími   Síđla vors-snemmsumars.
     
Hćđ   10 sm (-42 sm).
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Ljósalyng
Vaxtarlag   Uppréttur til útafliggjandi runni sem getur orđiđ allt ađ 42 sm hár, en er venjulega allt ađ 10 sm hár. Stönglar grannir og seigir, hárlausir.
     
Lýsing   Laufin 8-50 × 2-8 mm, heilrend, bandlaga-aflöng, jađrar innundnir, leđurkennd, hvassydd, dökkgrćn ofan, bláleit neđan. Blómin 2-8 í endastćđum sveipum sem er allt ađ 3, blómleggir 0,5-2 sm, ţráđlaga, niđursveigđir í toppinn. Bikar rauđmengađur, flipar 1-2 mm, 5 talsins, tígullaga, bláleitir. Krónan 5-7 mm, krukkulaga, hvít til fölbleik, međ 5 tennur, stuttar, aftursveigđar. Frćflar og separ jafnstórir.
     
Heimkynni   N Evrópa, S Alpafjöll, SM Sovétríkin, A Karpatafjöll.
     
Jarđvegur   Rakur, vel framrćstur, súr.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   2
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Sumargrćđlingar, sáning.
     
Notkun/nytjar   Súr beđ, brekkur, náttúrlegir garđa.
     
Reynsla   Ljósalyng hefur af og til veriđ í rćktun í Lystigarđinum, bćđi erlendar og innlendar plöntur. Hafa reynst skammlífar í rćktuninni hér. Harđgerđur runni, sem hefur fundist villt á Austfjörđum - ekki auđveld í rćktun.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Ljósalyng
Ljósalyng
Ljósalyng
Ljósalyng
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is