Penstemon gairdneri

Ættkvísl
Penstemon
Nafn
gairdneri
Íslenskt nafn
Hrísgríma*
Ætt
Grímublómaætt (Scrophulariaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Ljósgráfjölublár, djúpblár.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
10-30 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, runnkennd og útstæð við grunninn, stönglar uppréttir, 10-30 sm, þéttlaufótt, smá-ljósgrádúnhærð. Lauf 1-3 x 0,1-0,3 sm, stakstæð, bandlaga, heilrend, yfirleitt niðursveigð, jaðar innundinn, smá-ljósgrádúnhærð.
Lýsing
Blómskipunin líkist klasa, stinn, kirtildúnhærð. Bikarflipar 5-8 mm, lensulaga, langyddir til mjókka smám saman í oddinn. Króna 15-20 mm, gin 4-6 mm breið, lítið sem ekkert útvíð, krónutunga 12-14 mm í þvermál, flipar meira eða minna aftursveigðir, ljósgráfjólubláir, krónutungan djúpblá, með kirtilhár innan, gervifræflar ná ekki út úr gininu eða mjög lítið, með skegg af gulu hári hálfa lengdina á bakinu.
Uppruni
N-Ameríka (Oregon).
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beðkanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2002 og gróðursett í beð 2005.
Yrki og undirteg.
ssp. oreganus (A. Gray) Keck. Lauf 2-7 x 0,3-0,5 sm greinilega gagnstæð. Krónan fölblá eða ljósgráfjólublá til næstum hvít. Heimkynni: A. Oregon til Idaho.