Ribes hudsonianum

Ættkvísl
Ribes
Nafn
hudsonianum
Íslenskt nafn
Mýrasólber
Ætt
Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
-1,1 m
Vaxtarlag
Uppréttur, lauffellandi runni allt að 1,5 m hár. Sprotar og neðar borð laufa með kvoðukirtla.
Lýsing
Lauf breið, nýrlaga, dúnhærð, flipar yddir, gróftenntir. Blómskipunin 3-6 sm upprétt, gisin, í klasa. Blóm ullhærð, hvít, bikarflipar lengri en krónupípan, baksveigðir. Eggleg kirtilhært-kvoðugt. Ber 5-10 mm hnöttótt, svört. &
Uppruni
Bandaríkin (Frá Hudson-flóa til Alaska).
Harka
2
Heimildir
1, 28
Fjölgun
Sáning, síðsumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í runnabeð, í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til gömul planta með þessu nafni, sem kól dálítið framan af og er orðin aðþrengd vegna annarra runna 2011.