Rosa x jacksonii

Ættkvísl
Rosa
Nafn
x jacksonii
Yrki form
'Max Graf'
Höf.
(James H. Bowditsch 1919) Bandaríkin.
Íslenskt nafn
Ígulrós (Garðarós).
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
50 sm
Vaxtarlag
Runnarós og flækjurós. Náttúrulegur blendingur milli R. wichuriana Crep. × R. rugosa Thunb. Kröftugur vöxtur, allt að 300 sm langar greinar sem skríða á jörðinni. Ef þær eru bundnar upp virka þær eins og klifurrós. Sterklegir þyrnar. Runninn 500 sm hár og 300 sm breiður. Einblómstrandi en blómgunartíminn er langur.
Lýsing
Blómin meðalstór, einföld, bleik með hvítu auga og gula fræfla, ilma lítið eitt eins og epli. Laufið miðlungi þykk, glansandi, dökkgrænt, hrukkótt, geta minnt á ígulrósablöð.
Uppruni
Blendingur.
Sjúkdómar
Hefur mikinn viðnámsþrótt gegn sveppasjúkdómum,
Harka
H6
Heimildir
Petersen, V. 1981: Gamle roser i nye haver. Utgivet av de danske haveselskaber København 1981.http://www.classicroses.co.ukhttp://www.hesleberg.nohttp://www.jastor.orghttp://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, www.helmefind.com/rose/l.php?l=2.4199.0, davesgarden.com/guides/pf/go/64722/#b
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- og vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Notuð í limgerði, beð og stóra almenningsgarða, á klifurgrind, veggi eða sem þekjurós. Plantan er þéttvaxin, hraust, skriðul og því góð til að þekja brekkur.Skuggaþolin. Þrífst í mögrum jarðvegi. Ein planta á m².
Reynsla
Rosa 'Max Graf' var keypt í Lystigarðinn 1990 og plantað í beð það ár, síðan flutt í annað beð 2003, kelur lítið eitt sum árin, vex annars vel og blómstrar árlega. Dauð 2009 eftir að hafa lent í skugga undir stórum og örtvaxandi runna. Annars er óhætt að mæla með henni.