Salvia pratensis

Ættkvísl
Salvia
Nafn
pratensis
Íslenskt nafn
Hagasalvía
Ætt
Varablómaætt (Lamiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fjólublár, sjaldan bleikur eða hvítur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
- 100 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 100 sm há. Stönglar uppréttir, ógreindir eða greindir, kirtildúnhærðir.
Lýsing
Grunnlauf allt að 15 x 5 sm, með legg, heil, egglaga til aflöng, snubbótt í oddinn, hjartalaga við grunninn, jaðrar tenntir til skörðótt, hrukkótt eða meira eða minna dúnhærð. Legglauf miklu minni, færri, legglaus eða með stuttan legg, rauð, flikrótt, laufleggur dúnhærður. Blóm í 5-10 krönsum þar sem eru 4-6 blóm í hverjum kransi, meðalþéttir eða strjálir kransar, sem eru í strjálum, ógreinum eða greinóttum öxum allt að 45 sm, blómleggir allt að 4 mm, dúnhærðir, stoðblöð allt að 3 mm. Bikar allt að 11 mm, bjöllulaga, kirtil-dúnhærð, efri vörin hefur rýrnað, 3-tennt, hálfkringlótt, tennur sýllaga. Krónan allt að 3 sm, en mjög breytileg, fjólublá eða stöku sinnum hvít til bleik, útvíkkuð að ofan, með hreistur, hárlaus innan, efri vörin sigðlaga, hliðaflipar á neðri vörinni oddbaugótttir til aflangir, miðflipinn íhvolfur, framjaðraður. Aldin allt að 2 mm, hnöttótt, brún.
Uppruni
Evrópa.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð.
Reynsla
Harðgerð og þrífst vel hérlendis.
Yrki og undirteg.
'Atroviolacea' er dökkfjólublá, 'Mittsommer' er himinblá.