Taxus cuspidata

Ættkvísl
Taxus
Nafn
cuspidata
Íslenskt nafn
Japansýr
Ætt
Ýviðarætt (Taxaceae).
Samheiti
T. baccata cuspidata Carr.
Lífsform
Sígrænn runni.
Kjörlendi
Hálfskuggi (sól).
Hæð
1-5 m(-20 m)
Vaxtarhraði
Hægvaxta.
Vaxtarlag
Tré, sem verður 20 m hátt eða hærra í heimkynnum sínum, en yfirleitt bara runni t.d. í Þýskalandi, hérlendis eingöngu lítill runni. Greinar útstæðar eða uppsveigðar, börkur rauðbrúnleitur, ársprotar rauðleitir.
Lýsing
Brum oftast egglaga, þau neðri eru allt að því þríhyrnd og kjöluð. Barrnálar óreglulega tvítauga, bandlaga, mjókka snögglega í stingandi brodd, 15-25 mm langar og allt að 3 mm breiðar, mjókka snögglega í greinlegan, gulleitan legg, sem er 2 mm á lengd. Nálar djúpgrænar ofan, en að neðan með 2 gulleitar loftaugarendur. Nálarnar standa meira og minna óreglulega út frá sprotunum og mynda þröngt V ofan á þeim. Blómin einkynja og plönturnar eru sérbýlisplöntur. Kvenblómið er eitt íhvolft fræblað, sem verður að rauðu aldini með einu fræi. Fræ egglaga, samþjöppuð, dálítið 3-4 köntuð. Frækápa rauð. Aldinin á Japansý eru oft nokkur saman í hóp, og því fleiri saman en hjá Taxus baccata. Brumhlífarblöð eru oftast egglaga og þau neðri þríhyrndari, yddari, grábrún og kjöluð. Þau sitja lausar en hjá Taxus baccata.
Uppruni
Japan, Kórea, Manchúría og austurströnd Síberíu.
Harka
6
Heimildir
1, 7
Fjölgun
Sumargræðlingar í ágúst-september.
Notkun/nytjar
Í norður og austur jaðri beða.
Reynsla
Í Lystigarðinum er planta sem sáð var til 1982 og önnur sem var keypt 1988, báðar eru fallegar og kal í þeim oftast ekkert.
Yrki og undirteg.
Fjöldi yrkja, t.d. Taxus cuspidata 'Nana' '- kk yrki, óreglulega vaxinn og lágur runni, um 1 meter á hæð og breidd. Hann vex aðeins 3-5 sm á ári. Nálar eru 20-25 mm langar, fölgrænar til djúpgrænar og standa mest óreglulega út frá sprotunum. Afbrigðið er upprunalega komið frá Japan. Þetta ræktunarafbrigði hefur verið til í góðum Þrifum í Reykjavík í mörg ár, og hefur reynst mjög skuggþolið, en líka mjög hægvaxta. Það þrífst líklega betur í hálfskugga heldur en fullri
Útbreiðsla
Verðmæt tegund vegna djúpgræna barrsins og þess hve vetrarþolin hún er.