´Rosa

Ættkvísl
´Rosa
Yrki form
Ena Harkness
Höf.
(Norman 1946) Bretland
Ætt
Rosaceae
Blómalitur
Fagurrauður
Hæð
70-80 m
Lýsing
Terósarblendingur,, lotublómstrandi. Þetta er ein af gömlu uppáhaldsrósunum. Blómin fagurrauð-skarlatsrauð, ilmar mjög mikið. Rauðar rósir og ilmandi rósir eru alltaf vinsælar. Ena Harkness hefur báða þessa góðu eiginleika og er þess vegna plantað mikið (erlendis). Stilkar 70-80 sm háir. Vöxturinn er miðlungi kröftugur og laufið er leðurkennt og grænt. Stilkarnir eru fremur veikbyggðir og eiga erfitt með að halda stórum, þungum blómunum uppi, einkum þegar heitt er í veðri (erlendis). Blómin eru stór, fyllt og falleg í laginu. Ilmurinn er óvenju sterkur og góður. Vel þess virða að rækta vegna ilmsins. Er blómviljug og blómstrar lengi. Líka er til klifurrósin Ena Harkness Climbing (Murrell 1954) Bretland.
Uppruni
Yrki
Heimildir
Hanson, Ó. V. ritstj. 1976: Skrúðgarðabókin 2. útg. - ReykjavíkNicolaisen, Ǻge 1975: Rosernas Bog - KøbenhavnRoy, Hay & Patrick Synge 1969: The Dictionary of Garden Plants in Colour with House and Greenhouse Plants. - George Rainbird LTD 1969 (Svensk översättninga och bearbetning Sven Nilson 1974. Örebro 1974)http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm
Notkun/nytjar
Á til að sýkjast af mjölsvepp ef það loftar ekki nógu vel um hana. Góð í rósaþyrpingar og til afskurðar.Verðlaun: RNS Gold 1945, Clay Challenger 1946
Reynsla
Rosa Ena Harkness er ekki í Lystigarðinum, en hefur verið ræktuð í görðum á Akureyri, lifað og blómstrað fáein ár.