Umgengnisreglur

Umgengisreglur Lystigarðs Akureyrar

Garðurinn er okkar plöntusafn. Hér eru ræktaðar villtar tegundir og garðafbrigði frá öllum heimsálfum, slíkt safn er viðkvæmt og mikilvægt að bæði starfsfólk og gestir hjálpist að, með því að gæta ítrustu varfærni og snyrtimennsku í allri umgengni.

Í garðinum vaxa ýmsar eitraðar jurtir og er því mikilvægt að hafa eftirlit með óvitum, að þeir snerti ekki hinar ræktuðu jurtir eða leggi þær sér til munns. Æskilegt er að skilja reiðhjól eftir fyrir utan garðinn, leiki með bolta, flugdreka o.þ.h. er ekki unnt að leyfa í garðinum.

Hunda verður að hafa í bandi og gæta þess að þeir gangi ekki út í beðin eða valdi óhreinindum. Garðurinn er ekki leiksvæði heldur plöntusafn sem við þurfum öll að ganga vel um.

Vinsamlega takið ekki plöntuskilti upp og gangið ekki í beðin.