Juniperus communis

Ættkvísl
Juniperus
Nafn
communis
Ssp./var
ssp. nana
Höfundur undirteg.
(Willd.) Syme
Ætt
Cupressaceae (Sýprisætt)
Lífsform
Runni, sígrænn barrviður
Kjörlendi
Vex í mólendi, hraunum, kjarri og brekkubrúnum og sums staðar á söndum t.d. á Hólasandi.
Hæð
0.30-1.2 m
Vaxtarlag
Einir er eina íslenska tegundin úr hópi barrviða. Hann er yfirleitt jarðlægur, lágvaxinn, margstofna, kræklóttur runni með uppstæðar eða uppsveigðar greinar, en myndar á stöku stað upprétta runna, 30-120 sm á hæð.
Lýsing
Nállaga blöðin eru lítil og allaga og nefnast barr í daglegu tali og sitja þétt í láréttum eða skástæðum krönsum á greinunum. Nálar 8-12 mm á lengd og 1-2 mm á breidd, oddhvassar, íhvolfar eða grópaðar ofan en með kili að neðan. Einir er sérbýlisplanta, með einkynja blóm, og því ýmist um karlplöntur eða kvenplöntur að ræða. Karlblómin mörg saman í örsmáum (2-3 mm) könglum í blaðöxlunum. Köngulblöðin móleit, þrístrend til tígullaga. Kvenblómin myndast einnig í örsmáum könglum, aðeins þrjú efstu blöð þeirra eru frjó og vaxa saman í stórt berkennt aldin. Aldin eru tvö ár að ná fullum þroska. Berkönglarnir (einiberin) eru grænir fyrra árið, en blásvartir seinna árið, hvert ber um 8-9 mm í þvermál fullþroskað. 2 n = 22Til gamans má geta að hæsta eintak tegundarinnar sem vitað er um, vex við Lake Glypen í Svíðþjóð og er þar 18,5 m á hæð. LÍK/LÍKAR: Engar.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
“Einiber þóttu góð við nýrnaveiki, tíðaverkjum, berklum, magasjúkdómum, gikt, augnveiki og sem græðismyrsl. Þeir, sem eru veikir í nýrum, mega ekki neyta einis í neinni mynd og varast skal ofneyslu. Á fyrri öldum var reykur af einiberjum látinn leika um sængur konur til þess að halda djöflinum í hæfilegri fjarlægð. Úr berjum fæst olía við eimingu og það er hún, sem gefur hollenskum sjeniver og ensku gini sérlegt bragð.” (Ág.H.)
Útbreiðsla
Algengur eða víða um land nema sjaldgæfur í Húnavatnssýslu norður að Steingrímsfirði, og á Suðurlandi frá Þjórsá austur í Fljótshverfi. Finnst heldur ekki á miðju Miðhálendinu. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Útbreiddasti barrviður heims, meira og minna allt Norðurhvel (N Ameríka, Evrópa, Asía)