Ræturnar með hnýðum. Fjölær jurt, stönglar 10-80 sm háir. Grunnlauf dökkgræn með greinilegum æðastrengjum, eru með lauflegg. Blaðkan (2-3 handskipt) 5-hyrnd, skipt í 5 hluta (eða fleiri - allt að 7), fliparnir eru lensulaga eða beinlínis bandlaga. Fliparnir eru 3 mm breiðir. Stöngullauf minnka smám saman eftir því sem ofar dregur á stönglinum, eru legglaus, blaðkan er með djúplægar æðar og mjóa flipa.
Lýsing
Blómin eru 20-30 mm, í endastæðum klösum, þéttari neðantil purpuralit. Blómskipunarleggurinn lítið dúnhærður, næstum hárlaus. Blómskipunin er með stoðblöð, 5-15 sm há, blómin gormstæð, með legg. Fræhýði svört, hárlaus, legglaus, 5 mm breið og 15-20 mm löng. fræin 4 mm.