Alchemilla taernaënsis

Ættkvísl
Alchemilla
Nafn
taernaënsis
Ætt
Rosaceae (Rósaætt)
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
sól-hálfsk
Blómalitur
gulur
Blómgunartími
júlí
Vaxtarlag
Fjölær jurt með nýrlaga, sepóttum blöðum. Blómstönglar meira eða minna útafliggjandi.
Lýsing
Blöðin frískgræn, hárlaus og glansandi á efra borði, hlutfallslega stór, gróftennt með rúnnuðum breiðum tönnum. Blómin eru smá, gulgræn, án krónublað og sitja saman í knippum ofan til á blómstönglum. Blómstönglar með aðlægum hárum neðan til en að öðru leyti hárlausir. Blaðstilkar eru einnig með aðlægum hárum. Blómgast um miðjan júlí.
Uppruni
Svíþjóð
Fjölgun
skipting, sáning
Notkun/nytjar
undirgróður, skrautblómabeð
Reynsla
Hefur reynst þokkalega í GR.