Asperula cretacea

Ættkvísl
Asperula
Nafn
cretacea
Ætt
Möðruætt (Rubiaceae).
Samheiti
Asperula hexaphylla Georgi, A. infracta Klokov, A. taurica Pacz., A. tauroscythica Klokov.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikleit.
Blómgunartími
Júní- júlí.
Hæð
8-20 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, upprétt, 8-20 sm, hárlaus, stönglar margir í breiðu, grannir, ferhyrndir, með sex laufa laufkransa. Laufin stutt, 6-15 mm, bandlaga, stinn, snörp á jöðrunum, oftast styttri en stöngulliðurinn.
Lýsing
Blómskipunin með smá, bleikleit blóm, í litlum endastæðum kollum með stoðblöð við grunninn. Smálauf lítil, bandlaga, hárlaus. Krónan trektlaga til pípulaga, 2-3 sinnum lengri en laufblaðkan. Stíll gaffalgreindur, nær langt fram úr blóminu. Aldin hárlaus og slétt.
Uppruni
Krím, S Evrópuhluti Rússlands.
Heimildir
= https://fr.wikipedia.org/wiki/Asperula-hexaphylla, www.tela-botanica.org/bdtfx-nn-7298-syntese
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Ein planta er til í Lystigarðinum sem sáð var til 2008 og gróðursett í beð það sama ár. Þrífst mjög vel.