Berberis aetnensis

Ættkvísl
Berberis
Nafn
aetnensis
Ætt
Mítursætt (Berberidaceae)
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Skærgulur
Blómgunartími
Snemmsumars
Hæð
- 0,7 m
Vaxtarlag
Lauffellandi, þyrnóttur, þéttvaxinn, kúluformaður runni sem verður allt að 70 sm á hæð.
Lýsing
Stofngreinar hárlausar, ungar greinar eru með rauða slikju, verða gular, stinnar og kantaðar. Þyrnar 3 saman, allt að 2 sm langir. Lauf allt að 3×1 sm, aflöng-egglaga, grágræn, alveg hárlaus, jaðrar fíntenntir, með allt að 15 þyrna á efri helmingnum. Blómin skærgul, allt að 7 mm breið, mörg saman í allt að 7 sm löngum klasa. Fræflar 2,75 mm, snubbóttir, eggleg 2. Aldin rauð í fyrstu en svört þegar þau eru fullþroskuð, dálítið hrímug, aflöng, allt að 8 mm.
Uppruni
S Ítalía, Sardinía, Korsíka (fjöll)
Harka
Z5
Heimildir
1
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Stakstæðir, í raðir, í blönduð beð og víðar.
Reynsla
Ein planta sem sáð var 2007 er undir þessu nafni er í uppeldi í Lystigarðinum.