Caragana ambigua

Ættkvísl
Caragana
Nafn
ambigua
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae)
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Snemmsumars
Hæð
1-2 m (-4 m)
Vaxtarlag
Þyrnóttur, smávaxinn runni.
Lýsing
Lágvaxinn runni, greinar dúnhærðar. Lauf fjaðurskipt, aðalstrengur laufa stinnur, með þyrna, um 2 sm langur. Smálauf 4-10, oddbaugótt til öfugegglaga, broddydd, þéttdúnhærð, axlablöðin verða að þyrnum. Laufleggir um 5 mm langir, blómin stök. Bikar dúnhærður, tennur þríhyrndar-lensulaga, jafn löng og bikarpípan. Krónan um 15-22 mm löng. Aldin snöggsveigð til hliðar, um 2 sm löng, 5-6 mm breið, broddydd, smádúnhærð.
Uppruni
Pakistan.
Heimildir
Flora of Pakistan eFloras.org, http://en.hortipedia.com
Fjölgun
Sáning, sumargrælingar
Notkun/nytjar
Í beð
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var til 1986 og gróðursettar í beð 1990. Þrífast nokkuð vel, kala samt ögn.