Cotoneaster allochroa

Ættkvísl
Cotoneaster
Nafn
allochroa
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Apríl-maí
Vaxtarlag
Uppréttur, harðgerður runni 1,5-2 m hár.
Lýsing
Laufin í tveim röðum, egglaga, þunn, 1-2,5 sm löng, 0,6-1,7 sm breið, grein og hárlaus ofan, ljósari og ögn dúnhærð neðan. Blómskipunin í strjálblóma, axlastæðum hálfsveipum. Blómin hvít á löngum, grönnum, hærðum legg. Aldin öfugegglaga, dökkrauð með 2 kjarna/fræ.
Uppruni
M Asía (Tian Shan)
Heimildir
http://www.biologie.uni-ulm.de, http://en.hortipedia.com
Fjölgun
Sáning, græðlingar, rótskeytlingar
Notkun/nytjar
Í beð, steinhæðir
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1992 og gróðursett í beð 2000. Þrífst nokkuð vel.