Cotoneaster altaicus

Ættkvísl
Cotoneaster
Nafn
altaicus
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi
Blómalitur
Móhvítur með rauðar rákir
Blómgunartími
Vor
Hæð
1,5-2,5 m (-4 m)
Vaxtarlag
Uppréttar greinar, smágreinar eru grábrúnar, í fyrstu lóhærðar.
Lýsing
Lauf þunn á blómlausum sprotum, oddbaugótt, 33-75 × 20-43 mm, snubbótt eða ydd, grunnur snubbóttur eða þverstýfður. Laufin ljósgræn til dökkgræn ofan, mött, hærð í fyrstu, með 4-6 æðastrengjapör, dálítið hrukkótt á neðra borði. Blaðka græn, lóhærð, verður fljótt grófhærð, laufleggur 6-8 mm langur, blómskipunarleggir 2-3 sm með 2-4 lauf, blómskipun 3-14 blóma, blómleggir 4-15 mm, hærðir, blómin að blómbotninum meðtöldum 5-6 mm langir, blómbotninn hárlaus, bikarblöð snubbótt eða broddydd, hárlaus, krónublöð upprétt eða vita nokkuð niður á við, móhvít með rauðar rákir og bleikan grunn, fræflar 20, frjóþræðir hvítir til fölbleikir, frjóhnappar hvítir. Aldin hnöttótt en íflöt til endanna, 8-9 mm, purpurasvört, döggvuð, hárlaus með 2-3 kjarna/fræ.
Uppruni
Kasakstan (M Asía)
Heimildir
http://databaxe.dendrologie.cz
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar, síðsumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð, þyrpingar, raðir
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1983 og gróðursett í beð 2001, þrífst vel, kelur ekkert eða mjög lítið sum árin.