Cotoneaster naoujanensis

Ættkvísl
Cotoneaster
Nafn
naoujanensis
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Sígrænn runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Rauður
Blómgunartími
Vor
Hæð
1-1,5 m (-2,5 m)
Vaxtarlag
Sígrænn runni með lítil, glansandi dökkgræn lauf, rauð blóm að vorinu og skærappelsínugul aldin að haustinu og fram eftir vetri.
Lýsing
Lauf þunn eða næstum leðurkennd, oddbaugótt á blómlausum greinum og 22-30 × 13-18 mm, ydd eða hvassydd, grunnur fleyglaga til snubbóttur, ögn hrukkótt á efra borði milligræn glansandi og dúnkennd, 3-4 æðastrengjapör, lóhærð neðan, laufleggir 3-6 mm langir, 30-50 mm greinar með blómum, með 4-6 lauf og blómskipanir sem eru aðskildar, 5-15 blóma, 2,5 mm stöngulblóm, blóm að meðtöldum blómbotni 5-6 mm löng, blómbotn trektlaga, silkilóhærður, bikarblöð hvassydd, jaðrar breiðir, krónan opin, krónublöð rauð með dekkri grunn og mjóan, bleikan eða hvítan jaðar, fræflar 20, hvítir frjóhnappar oftast með bleika slikju verða að lokum purpuralitir. Aldin öfugegglaga, 8-9 mm, appelsínugul til appelsínurauð, glansandi og ögn hærð, með 2-5 kjarna/fræ.
Uppruni
Kína (Yunnan).
Heimildir
http://databaze.dendrologie.cz, http://www.johnstongardencentre.ie, http://larchcottage.co.uk
Fjölgun
Sumargræðlingar, haustsáning.
Notkun/nytjar
Beð, þyrpingar, stakur, við veggi. Vind- og saltþolinn.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2007, er í sólreit 2012.