Cotoneaster narynensis

Ættkvísl
Cotoneaster
Nafn
narynensis
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rauður eða bleikur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
1-2 m (-2,5 m)
Vaxtarlag
Greinar mjó-uppréttur, smágreinar rauðbrúnar til gráar og hærðar fyrst í stað.
Lýsing
Laufin eru þunn á blómlausum sprotum, breið-oddbaugótt, oddbaugótt eða egglaga, 45-63 × 27-41 mm, ydd eða bogadregin, grunnur snubbóttur eða bogadreginn, hrukkótt og fölgræn ofan, glansa mikið, lítið eitt hærð í byrjun, með 4-6 pör af æðastrengjum, grágræn á neðra borði, leggir þétthærðir, 2-4 mm langir. Sprotar með blómum 3-4 mm langir með allt að 4 lauf, 5-12 blóma og strjálblóma blómskipun, blómleggir 3-13 mm, blóm að meðtöldum blómbotni 5-6 mm löng, blómbotninn er skállaga, hárlaus, bikarblöðin broddydd eða snubbótt, hárlaus, krónublöð hálftrosnuð, rauð og bleik, fræflar 20, frjóþræðir hvítir, frjóhnappar hvítir. Aldin hnöttótt, 8-9 mm, svört, hrímug, hárlaus, með 2-3 kjarna/fræ.
Uppruni
Kirgistan, Kasakstan.
Heimildir
http://databaze.dendrologie.cz
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð runnabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2008. Er í sólreit 2011, lofar góðu.